Færsluflokkur: Bloggar

SuperÓli

oli_2008_8_lit
Hr Súper Óli  flýgur um og dreifir orðum í ísbjarnarlandi !

mbl.is 11 sæmdir fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarleikur

vorleikur_ingibjorg

 

Næsti bæjarstjóri hér í blámanum ?

 
 

 

 
   
   
   

Sýning í Jónas Viðar Gallery

 

syning_hordurgeirsson_1_08

   
 

Ljósmyndasýningin Láð og lögur var opnuð í dag kl 14.00 í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.

Hörður Geirsson sýnir þar loftljósmyndir sem teknar voru á síðasta ári.
Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum allt frá árinu 1983. Hörður hefur ekki áður sýnt slíkar ljósmyndir á sýningu.

Hörður Geirsson hefur starfað sem safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri frá árinu 1987. Hann kom að stofnun og uppsetningu sýninga á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.


Sýningin er opin virka daga frá 16-18 og um helgar frá 13-17 frá 14. - 29. Júní 2008.

 
   
   
   

Oddur Helgi Halldórsson byrjaður......

oddur_helgi_jakkafot

Oddur bloggar

 

Oddur Helgi Halldórsson byrjaður að blogga, við hér í blámanum vonum og vitum að hann mun bjóða okkur upp á hressilega pistla og hafa skoðun á því sem skiptir máli.

 

 http://oddurhelgi.blog.is


Vorleikur

vorleikur
Á vorin leika þær lausum hala !

Samfylkingartruntan

sigrun_hestur_2

Ekki er sjálfstæðisflokkurinn vel ríðandi hér í bláma norðursins...

íbúalýðræði eða verktakalýðræði það er spurning ?

The Artist

 


Hofstýran á Hofi......

sigrunbjork_1bÁ Kaffihúsi Þar sem ég kem á mánudags- eftirmiðdögum til að spjalla við vin minn hitti ég stundum fyrir nokkra kalla sem ýmist eru hættir að vinna eða við það að komast á eftirlaun.

Ekki veit ég hvort þeir eru allir innfæddir Akureyringar en held að stærstum hluta séu þeir það, oftar en ekki hafa þeir allt á hornum sér í sambandi við ástandið hér í blámanum. 

þeir eru flestir framsóknarmenn án þess þó að vita það og sjá skrattann í öllu því sem núverandi bæjarstjórn gerir eða gerir ekki.

Það er gaman að hlusta á þá og kveikja í þeim með innskotum um að það þurfi að setja meiri peninga í menninguna...

Samsæriskenningar þeirra og plott er oft með miklum ólíkindum, á mánudaginn var það heitast hjá þeim að Sigrún Björk bæjarstjóri mundi gerast Hofstýra í hinu mikla menningarhúsi okkar Akureyringa þegar setu hennar í bæjarstjórastóli líkur að ári.....

Veitingamenn á Akureyri (sem eru nú flestir gengnir í framsóknarflokkinn) eru minnugir þess er ungu fólki var meinaður aðgangur að tjaldsvæðum bæjarins á síðustu stundu í fyrra og óttast nú mest að 8 cilindra bílar verði bannaðir á komandi bíladögum um þarnæstu helgi......

k. The Artist


Offsinn í Listagilinu

Listasafnid4Að búa og starfa í listagilinu á Akureyri hjarta menningarinnar  eru dásamleg forréttindi. Gatan er full af lífi með veitingastöðum kaffihúsum vinnustofum  myndlistaskóla galleríum  listasafni.

Laugardagarnir í gilinu þegar öll gallery-in opna á sama tíma eru margrómaðir út um allan heim, þá er götunni  lokað fyrir bílaumferð og fólk getur notið öryggis í götunni óhrætt um börnin og sjálft sig.....

Við sem búum í götunni erum þó ekki sátt við einn hlut, hinn daglega ofsaakstur Akureyringa upp og niður gilið.

Því ekki að hægja á umferðinni með því að þrengja hana og gera að einstefnu niður götuna ????

 


Jónas Viðar Gallery

  
  
jv_gallery_365myndir_galleryid
 

 Jónas Viðar Gallery - Blogg

 

Blogg um sýningar í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri ásamt öðru menningartengdu efni og umræðu um lífið í bláma norðursins

 

http://jv-gallery.blog.is 

 
 

Super Óli.......í blámanum

oli_2008_3_litÓlafur Ragnar Grímsson er sjálfkjörinn næstu fjögur árin... þar sem við myndlistarmenn sáum okkur ekki fært að senda neinn gegn honum.... Super Óli mun hald áfram að ferðast um heiminn og bjarga því sem bjargað verður......

Annars var Hr Ólafur Ragnar hér á ferð í bláma norðursins í hringflugi listahátíðar og stoppaði smá stund í listagili okkar.... borðaði snittur.. skoðaði Kínverska list ásamt því að hlusta á nokkrar ræður.... var svo floginn burt svo sem hann hefði aldrei verið hér.....

Okkur  í blámanum var sagt að við mættum fá okkur af borði Friðriks fimmta þegar aðallinn væri farinn............................

Rispað Kínverskt málverk eftir helgina ... kannski bara brella eftir allt saman......?


mbl.is Forsetinn sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband