Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2008 | 14:05
Blessað Gilfélagið
Gilfélagið er barn síns tíma stofnað af áhugafólki um uppbyggingu menningargötu Akureyringa (Listagilið) og var félagið kraftmikið og duglegt í upphafi. Fjöldi fólks kom að starfseminni og margar hendur unnu ómælda sjálfboðavinnu beð bros á vör, full af ákefð fyrir bjartri framtíð félagsins.
Með árunum hefur dofnað yfir starfseminni og fólkið sem þar starfaði hefur fundið sér aðrar leiðir til að koma sínum áhugaverkefnum á framfæri í gegnum sína eigin starfsemi laust við endalausar málamiðlunarlausnir til að gera öllum til hæfis.
Nú líður að aðalfundi Gilfélagsins og legg ég til að það verði lagt niður og þeim peningum (ef þeir eru þá enn til) sem það hefur haft verði notaðir til að byggja undir það blómlega menningarlíf og þá grósku sem er í bænum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 23:22
Þegar brennur gróðinn
Neró spilaði á fiðlu er hann horfði á borg sýna brenna... eða svo segir sagan... nú situr kóngurinn í bankanum sem aldrei áður kannski er hann líka að spila á fiðlu þegar brennur gróðinn.
Einkaþotur sjást ekki lengur á vellinum sem Þorgerður Katrín ætti kannski að friða svona rétt eins og húsin við laugarveg.
Evru vegurinn er heillandi fyrir marga, eða kannski eitt stykki álver eða olíuhreinsistöð.....
Þegar brennur gróðinn þegar brennur gróðinn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 02:57
The Superman
Í litlu lýðveldi í bláma norðursins seint á síðustu öld komst maður til valda sem vildi gera heiminn betri og fallegri eitt af fyrstu verkum hans var að veita orður öllum þeim sem honum líkaði við... hringdi hann því í Súpermann vin sinn Clinton kvennabósa og bað hann að kíkja við því hann væri með gjöf handa honum... Superman flaug þegar af stað út yfir hafið að hitta hin nýkjörna forseta og þiggja af honum orðu... Forseti lýðveldisins fékk í staðin súperföt frá superClinton sem þeir flugu í um heiminn til að gera hann fallegri og betri.
Nú er superClinton sestur í helgan stein og ClintonWonderwoman tekin við að falast eftir gamla djobbinu hans, kannski mun forseti lýðveldisins þurfa að veita henni orðu.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 17:46
Enn um flygla á Akureyri
Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi F listans á Akureyri varð heldur betur frægur á stuttum tíma þá nýkominn í bæjarmálapólitíkina hér fyrir norðan. Einhver umræða var um að kaupa ætti flygil í Ketilhúsið í listagilinu og talað var um að setja í það 2-3 miljónir kr, Oddur steig í pontu og fannst nú heldur mikið bruðl í þessu og lagði til að keyptur yrði skemmtari í staðinn enda væri þar um mikið ódýrari hlut að ræða
. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og er Oddur enn í bæjarpólitíkinni í minnihluta sem oft áður (ef ekki bara alltaf), sem betur fer hefur honum farið mikið fram þegar kemur að menningartengdum málefnum hér í bláma norðursins.
Hvað varðar flygilinn góða sem keyptur var á þessum tíma þá held ég að hann sé einhverstaðar í tónlistarhúsi inn í Eyjafirði, endilega leiðréttið mig ef rangt er með farið.
Bloggar | Breytt 24.5.2008 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 13:15
Frábært hjá KEA

![]() |
KEA kaupir flygil í Hof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.5.2008 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 06:36
Hekla málverk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 23:14
Myndlistarfélagið stofnað
Stofnfundur Myndlistarfélagsins var haldinn í Deiglunni á Akureyri þann 26. janúar 2008. Hátt í 50 myndlistarmenn mættu á fundinn og eru stofnfélagar um 60.
Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins eru: Að efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari þeirra. Að bæta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra. Að efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist. Að auka myndlist á Norðurlandi sérstaklega og koma á samstarfi við opinbera aðila á svæðinu. Að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins. Að koma á samvinnu við listamenn, erlendis sem og hér á landi. Lög félagsins voru samþykkt og einnig ályktun um að efla beri starfslaun Akureyrarbæjar til listamanna. Umræður urðu um starfsaðstöðu myndlistarmanna og lagt til að gerð verði könnun á stöðu myndlistarmanna á svæðinu. Fjölmargar hugmyndir komu fram um starfsemi félagsins og uppbyggilegar tillögur.
Stjórn félagsins var kosin og hana skipa:
Hlynur Hallsson, formaður
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, varaformaður
Brynhildur Kristinsdóttir, ritari
Þórarinn Blöndal, vararitari
Gunnar Kr Jónasson, gjaldkeri
Varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar
Heimasíða Myndlistarfélagsins er: http://mynd.blog.is/blog/mynd/
Bloggar | Breytt 2.3.2008 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 09:23
Andlit frá Akureyri
Martin J. Meier er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins í september. Verkefnið sem hann vinnur að er að teikna andlitsmyndir af íbúum Akureyrar. Myndirnar verða notaðar á sýningu sem opnar í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi.Þess vegna biðlar hann til íbúa Akureyrar um að teikna andlitsmyndir af þeim. Markmiðið er að teikna eins marga og auðið er svo úr verði sýning þar sem andlit Akureyringa verða í aðalhlutverki. Það tekur um 20 mínútur að teikna hvert verk og fólk er hvatt til að kíkja til Martins í húsnæði Gestastúdíósins efst í Listagilinu. Einnig má hafa samband við Martin í síma 857-5687 eða senda honum tölvupóst á netfangið martinj@bluvin.ch.Martin útskrifaðist úr listaskólanum Carrara á Ítalíu árið 1993. Hann er fæddur í bænum Chur sem er lítill bær í Sviss, ekki ólíkur Akureyri að sögn Martin. Hann býr og starfar í bænum Basel í Sviss sem er þekktur fyrir mikið listalíf og flottan arkitektur. Þetta er í annað sinn sem Martin er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins.Sýningin opnar sem fyrr segir í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi og lýkur 7. október. Heimasíða Martins er: www.martinj.ch
Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
110 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- Þú ert ekki súper........
- nammi nammi namm..........
- Vafningalaus aftaka á styrkja guttunum.......
- Gylfi geimvera......
- Hinn nýi fáni Íslands...........
- ríkisstjórnin enn og aftur að skíta á sig...
- Hart sótt að Sigrúnu........
- Útrásarforsetinn er meiri í dag enn í gær.........
- sér grefur gröf Óli..............
- Ólafur Ragnar ætlar að taka Gugguna............
- Jóhanna þinn tími er liðin........
- Íslandsfáni.............
- Fáni Íslands................
- Endalokin.......
- Látum þá borga.......