Færsluflokkur: Bloggar

Yfirlit vikunnar í blámanum

sigrunbjork_1bSunnudagur í dag vikan liðin og önnur tekur við á morgunn, fór á tónleika til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri á fimmtudagskvöld. Vel heppnað kvöld þó ég hefði viljað sjá meira af fólki þar, sérstaklega var tekið eftir hvað léleg mæting var að hálfu bæjaryfirvalda og Akureyrarstofu. Hafði þó bæjarstjórinn ásamt foringja vinstri grænna lýst því yfir í frægu viðtali á N4 að hún ætlaði að vera fyrst til að mæta og styrkja samkomuna, annars má lesa betur um þetta á blogginu hjá Margréti Lindquist (sjá hér).  

Skipulagsnefnd bæjarins samþykkti SS turnana tvo í Bónusmýri í vikunni þvert ofan í vilja íbúa á svæðinu   sem framvegis þurfa að fara að heiman frá sér ef þeir vilja sjá sólina (allt um það hér og hér ) Held líka að samþykkt hafi verið að akstursvæði Bílaklúbbsins við Glerá sé komið til að vera, þvert ofan í óskir hins háværa hóps hestamanna í bæjarstjórn og er það vel.

ath. Vegna símhringingar sem ég fékk hef ég ákveðið að breyta niðurlaginu á þessari færslu og verður hún eftir breytingar svona:

"Held líka að samþykkt hafi verið að akstursvæði Bílaklúbbsins við Glerá sé komið til að vera, þvert ofan í óskir hins háværa hóps hestamanna hér í blámanum og er það vel


Gondóla á síkið

Hugmyndir um að gera síki frá menningarhúsi upp að göngugötu hafa heillað mig frá upphafi enda fyrir löngu búinn að panta 5 gondóla frá Feneyjum til að hafa staðsetta þar..

Ekki eru allir á eitt sáttir við síkið og engin samstaða meðal ráðandi afla í bæjarstjórn, heyrst hefur að það eigi bara að fara hálfa leið,og hafa það grunnt.

Einhver sagði að þetta síki yrði fljótt fullt af drullu og skít og engum til sóma, ég segi gerum þessa tilraun förum alla leið og ef ekki tekst vel til má þá  alltaf fylla upp í það tyrfa og planta fallegum blómum og trjám.

Ég get þá bara gefið gondólana 5 á Minjasafnið

.

SS turnar í Bónusmýri....

sigrun_hestur_2Bloggið mitt hefur að mestu leiti verið í formi myndbirtinga á nýjum sem gömlum skopmyndum...

Smá texti hefur fylgt með svona til að undirstrika húmorinn (útskýra) enda kannski auðveldara fyrir myndlistarmann að tjá sig í mynd fremur en texta.

Verktakalýðræðið sigraði í eitt skiptið enn hér í blámanum þegar flokkurinn með hjálp samfylkingarinnar samþykkti SS turnana tvo í Bónusmýri.

Fróðlegt að sjá yfirlit á vikudagur.is (sjá hér) á tekjum bæjarfulltrúa, þar trónir samfylkingarforinginn á toppnum

.


Hr Ólafur Ragnar

olafurragnar_jeppi_1
Hr Ólafur Ragnar í Jeppalandi !

Bæjarstjórnin á Akureyri komin í sumarfrí

sigrun_sumar2_08
   
 

Bæjarstjórnin á Akureyri komin í 2 mánaða sumarfrí, nú getur Sigrún Björk dregið fram sumarkjólin og stjórnað þessu í friði.

 

 

Kanski full kaldt til að spóka sig mikið í sumarkjólum hér í blámanum þessa dagana, skítakuldi.

 

 

 

 

 

 

 

Dúndranúna....

Duranona25_08
   
 

Alfreð Gíslason einn af sonum Akureyrar gerði KA að íslands og bikarmeisturum hér á árum áður frábær handboltamaður og þjálfari

 

 

Hann fékk Róbert Julian Duranona til Íslands og gerði hann að stjörnu hér í blámanum.

 

 

Það voru góð ár í boltanum á Akureyri

 

 

 

 

mbl.is Alfreð: „Fæ ekki mörg slík tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló sukkeyri.....

magnus_mar
   
 

Engin ástæða til að leggja niður skottið sagði Magnús Már eftir fyrstu Halló Akureyri hátíðina sem haldin var 1996, bara nokkrar nauðganir og hnífstungur á tjaldstæðinu þá helgina.

 

 

Seinna var hátíðinni breytt í Ein með öllu  nýtt nafn en sama sukkið og enn græddu veitingamennirnir.

 

 

Í fyrra kálaði bæjarstjórinn hátíðinni með banni á ungu fólki nema í fylgd með gömlu fólki, þannig að allir veitingamennirnir eru farnir úr flokknum og gengnir í flokk framsóknar hér í blámanum,

 

 

Margrét Blöndal hefur verið ráðin af Akureyrarstofu til að rífa hátíðina upp í ár vonandi verður það henni til sóma.....

 

 

mbl.is Öðru vísi stemning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Menningarhús

oddur_helgi_fotur

Oddur Helgi Halldórsson skrifar um rekstur á menningarhúsi

okkar hér í blámanum, sjá hér

 


Gestur Einar

gestur
Gömul skopmynd af útvarpsmanninum góðkunna

Hr Ólafur Ragnar

oli_1

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband