Blessað Gilfélagið

jvs_mai07Gilfélagið er barn síns tíma stofnað af áhugafólki um uppbyggingu menningargötu Akureyringa (Listagilið) og var félagið kraftmikið og duglegt í upphafi. Fjöldi fólks kom að starfseminni og margar hendur unnu ómælda sjálfboðavinnu beð bros á vör, full af ákefð fyrir bjartri framtíð félagsins.

Með árunum hefur dofnað yfir starfseminni og fólkið sem þar starfaði hefur fundið sér aðrar leiðir til að koma sínum áhugaverkefnum á framfæri í gegnum sína eigin starfsemi laust við endalausar málamiðlunarlausnir til að gera öllum til hæfis.

Nú líður að aðalfundi Gilfélagsins og legg ég til að það verði lagt niður og þeim peningum (ef þeir eru þá enn til) sem það hefur haft verði notaðir til að byggja undir það blómlega menningarlíf og þá grósku sem er í bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband