13.7.2008 | 14:45
Yfirlit vikunnar í blámanum
Sunnudagur í dag vikan liðin og önnur tekur við á morgunn, fór á tónleika til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri á fimmtudagskvöld. Vel heppnað kvöld þó ég hefði viljað sjá meira af fólki þar, sérstaklega var tekið eftir hvað léleg mæting var að hálfu bæjaryfirvalda og Akureyrarstofu. Hafði þó bæjarstjórinn ásamt foringja vinstri grænna lýst því yfir í frægu viðtali á N4 að hún ætlaði að vera fyrst til að mæta og styrkja samkomuna, annars má lesa betur um þetta á blogginu hjá Margréti Lindquist (sjá hér).
Skipulagsnefnd bæjarins samþykkti SS turnana tvo í Bónusmýri í vikunni þvert ofan í vilja íbúa á svæðinu sem framvegis þurfa að fara að heiman frá sér ef þeir vilja sjá sólina (allt um það hér og hér ) Held líka að samþykkt hafi verið að akstursvæði Bílaklúbbsins við Glerá sé komið til að vera, þvert ofan í óskir hins háværa hóps hestamanna í bæjarstjórn og er það vel.
ath. Vegna símhringingar sem ég fékk hef ég ákveðið að breyta niðurlaginu á þessari færslu og verður hún eftir breytingar svona:
"Held líka að samþykkt hafi verið að akstursvæði Bílaklúbbsins við Glerá sé komið til að vera, þvert ofan í óskir hins háværa hóps hestamanna hér í blámanum og er það vel
30 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- Þú ert ekki súper........
- nammi nammi namm..........
- Vafningalaus aftaka á styrkja guttunum.......
- Gylfi geimvera......
- Hinn nýi fáni Íslands...........
- ríkisstjórnin enn og aftur að skíta á sig...
- Hart sótt að Sigrúnu........
- Útrásarforsetinn er meiri í dag enn í gær.........
- sér grefur gröf Óli..............
- Ólafur Ragnar ætlar að taka Gugguna............
- Jóhanna þinn tími er liðin........
- Íslandsfáni.............
- Fáni Íslands................
- Endalokin.......
- Látum þá borga.......
Athugasemdir
mikil ritskoðun í gangi, já hestamenn og bílaklúbbur fer ekki saman en þetta er eins og með Sundlaugarðinn það var búið að ákveða þetta og bæjarbúar hafa ekkert með það að segja. Mér hefði fundist að það væri hægt að breyta ákvörðunum og endurskoða hlutina út frá breyttum forsendum, ég mætti á söfnunina það var stemmning en já hvar var fólkið?
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.7.2008 kl. 12:28
Já, það er ákaflega sorglegt að horfa á forgangsröðun þessarar SS-stjórnar sem við búum við. Hvort sem um er að ræða hér í bænum eða landinu öllu. Ég er ekki enn búin að jafna mig á því hvernig bæjaryfirvöld fóru með bestu húsgagnaverslun sem hefur komið hingað í bæinn lengi. Það er líka útilokað að ég átti mig á gjörningnum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.7.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.