Enn um flygla á Akureyri

oddur_helgi_litrOddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi F listans á Akureyri varð heldur betur frægur á stuttum tíma þá nýkominn í bæjarmálapólitíkina hér fyrir norðan. Einhver umræða var um að kaupa ætti flygil í Ketilhúsið í listagilinu og talað var um að setja í það 2-3 miljónir kr, Oddur steig í pontu og fannst nú heldur mikið bruðl í þessu og lagði til að keyptur yrði skemmtari í staðinn enda væri þar um mikið ódýrari hlut að ræða…. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og er Oddur enn í bæjarpólitíkinni í minnihluta sem oft áður (ef ekki bara alltaf), sem betur fer hefur honum farið mikið fram þegar kemur að menningartengdum málefnum hér í bláma norðursins.

Hvað varðar flygilinn góða sem keyptur var á þessum tíma þá held ég að hann sé einhverstaðar í tónlistarhúsi inn í Eyjafirði, endilega leiðréttið mig ef rangt er með farið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband