9.9.2007 | 09:23
Andlit frá Akureyri
Martin J. Meier er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins í september. Verkefnið sem hann vinnur að er að teikna andlitsmyndir af íbúum Akureyrar. Myndirnar verða notaðar á sýningu sem opnar í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi.Þess vegna biðlar hann til íbúa Akureyrar um að teikna andlitsmyndir af þeim. Markmiðið er að teikna eins marga og auðið er svo úr verði sýning þar sem andlit Akureyringa verða í aðalhlutverki. Það tekur um 20 mínútur að teikna hvert verk og fólk er hvatt til að kíkja til Martins í húsnæði Gestastúdíósins efst í Listagilinu. Einnig má hafa samband við Martin í síma 857-5687 eða senda honum tölvupóst á netfangið martinj@bluvin.ch.Martin útskrifaðist úr listaskólanum Carrara á Ítalíu árið 1993. Hann er fæddur í bænum Chur sem er lítill bær í Sviss, ekki ólíkur Akureyri að sögn Martin. Hann býr og starfar í bænum Basel í Sviss sem er þekktur fyrir mikið listalíf og flottan arkitektur. Þetta er í annað sinn sem Martin er gestur í Gestastúdíói Gilfélagsins.Sýningin opnar sem fyrr segir í Jónas Viðar Gallery 22. september næstkomandi og lýkur 7. október. Heimasíða Martins er: www.martinj.ch
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
32 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- Þú ert ekki súper........
- nammi nammi namm..........
- Vafningalaus aftaka á styrkja guttunum.......
- Gylfi geimvera......
- Hinn nýi fáni Íslands...........
- ríkisstjórnin enn og aftur að skíta á sig...
- Hart sótt að Sigrúnu........
- Útrásarforsetinn er meiri í dag enn í gær.........
- sér grefur gröf Óli..............
- Ólafur Ragnar ætlar að taka Gugguna............
- Jóhanna þinn tími er liðin........
- Íslandsfáni.............
- Fáni Íslands................
- Endalokin.......
- Látum þá borga.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.